Halda Ljósagöngu í fyrsta sinn eftir heimsfaraldur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 11:33 Frá síðustu Ljósagöngu Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira