Heyrði öskrin í næsta herbergi og sá marblettina á mömmu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 15:31 Emma sagði frá reynslu af því að búa við ofbeldi í nánu sambandi. Stöð 2 „Ég heyrði mjög oft í pabba mínum að öskra, oftast á mömmu. Herbergið mitt var við hliðina á þeirra. Ég heyrði pabba oft öskra og mömmu biðja hann að hætta.“ Svona er lýsing Emmu Baldvinsdóttur, átján ára stúlku sem þurfti að dvelja í Kvennaathvarfinu með móður og bróður þegar hún var barn. Blaðamaður settist niður með Emmu á dögunum og fékk að heyra hennar reynslu af því að búa við heimilisofbeldi. Viðtalið birtist í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. „Ég sá mjög oft marbletti á mömmu minni en alltaf þegar ég spurði hana út í það, þá sagði hún bara: Ég datt niður stigann. Ég rakst í vegginn. Ég var ekki alveg að ná að taka utan um að þetta væri raunveruleikinn,“ útskýrir Emma. „Þetta var eitthvað sem ég var búin að vera að hugsa út í, en að það væri að gerast var nánast ómögulegt.“ Einlæga frásögn Emmu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hélt upp á tólf ára afmælið í Kvennaathvarfinu Héldu að þau væru að fara til útlanda „Ég fór í Kvennaathvarfið þegar ég var að verða tólf ára.“ Emma man enn eftir þessum degi, en frænka hennar vakti hana um morguninn í stað foreldranna. Systkinin fóru svo til frænkunnar eftir skóla og var svo ekið heim þar sem þau biðu eftir móður sinni. Börnin skildu ekki hvað væri að gerast og áttuðu sig ekki á því hvaða atburðarrás væri farin af stað. „Ég og bróðir minn vorum að reyna að giska hvað þetta gæti verið og við giskuðum á að við værum að fara til útlanda.“ Þegar móðir þeirra kom heim þá sagði hún þeim frá heimilisofbeldi sem hafði verið að eiga sér stað á heimili þeirra. Þessa nótt hafði móðir þeirra orðið fyrir ofbeldi og lögregla var kölluð til. Emma segir að það hafi tekið tíma að venjast þessum breytta veruleika. „Ég var búin að missa pabba minn og komin með nýtt heimili.“ Lífið sprengt í loft upp Hún lýsir þessu eins og að lífið hennar hefði sprungið í loft upp. „Allt í einu var pabbi minn ekki að fara að vera í lífi mínu.“ Emma segir að í Kvennaathvarfinu hafi hún lært að lífið getur verið svo miklu betra þegar þú býrð ekki lengur við heimilisofbeldi. „Þetta er foreldri þitt sem er að gera alla þessa hluti. Það er svo erfitt að fatta að einhver sem þú elskar og þú hélst að elskaði þig, getur gert svona.“ Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Svona er lýsing Emmu Baldvinsdóttur, átján ára stúlku sem þurfti að dvelja í Kvennaathvarfinu með móður og bróður þegar hún var barn. Blaðamaður settist niður með Emmu á dögunum og fékk að heyra hennar reynslu af því að búa við heimilisofbeldi. Viðtalið birtist í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. „Ég sá mjög oft marbletti á mömmu minni en alltaf þegar ég spurði hana út í það, þá sagði hún bara: Ég datt niður stigann. Ég rakst í vegginn. Ég var ekki alveg að ná að taka utan um að þetta væri raunveruleikinn,“ útskýrir Emma. „Þetta var eitthvað sem ég var búin að vera að hugsa út í, en að það væri að gerast var nánast ómögulegt.“ Einlæga frásögn Emmu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hélt upp á tólf ára afmælið í Kvennaathvarfinu Héldu að þau væru að fara til útlanda „Ég fór í Kvennaathvarfið þegar ég var að verða tólf ára.“ Emma man enn eftir þessum degi, en frænka hennar vakti hana um morguninn í stað foreldranna. Systkinin fóru svo til frænkunnar eftir skóla og var svo ekið heim þar sem þau biðu eftir móður sinni. Börnin skildu ekki hvað væri að gerast og áttuðu sig ekki á því hvaða atburðarrás væri farin af stað. „Ég og bróðir minn vorum að reyna að giska hvað þetta gæti verið og við giskuðum á að við værum að fara til útlanda.“ Þegar móðir þeirra kom heim þá sagði hún þeim frá heimilisofbeldi sem hafði verið að eiga sér stað á heimili þeirra. Þessa nótt hafði móðir þeirra orðið fyrir ofbeldi og lögregla var kölluð til. Emma segir að það hafi tekið tíma að venjast þessum breytta veruleika. „Ég var búin að missa pabba minn og komin með nýtt heimili.“ Lífið sprengt í loft upp Hún lýsir þessu eins og að lífið hennar hefði sprungið í loft upp. „Allt í einu var pabbi minn ekki að fara að vera í lífi mínu.“ Emma segir að í Kvennaathvarfinu hafi hún lært að lífið getur verið svo miklu betra þegar þú býrð ekki lengur við heimilisofbeldi. „Þetta er foreldri þitt sem er að gera alla þessa hluti. Það er svo erfitt að fatta að einhver sem þú elskar og þú hélst að elskaði þig, getur gert svona.“ Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01
„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01
Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00