Segir stærsta hluta nýrra íbúða enda í höndum eignafólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 28. nóvember 2022 22:41 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að almenningur fái húsnæði á viðráðanlegu verði. Vísir/Vilhelm Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira