„Góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2022 10:30 Nökkvi Fjalar hefur komið sér vel fyrir í London þar sem hann rekur fyrirtækið Swipe. Áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar ákvað að fara með fyrirtækið Swipe Media í útrás fyrir ári síðan. 30 milljón manns fylgja áhrifavöldum á skrá fyrirtækisins sem fer ört stækkandi. Elísabet Inga hitti Nökkva í Lundúnum á dögunum og ræddi við hann um ævintýrið og umtalið. Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira