Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2022 12:17 Forysta aðila vinnumarkaðarins áttu fund með forsætisráðherra fyrir helgi um mögulegar aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir skammatíma kjarasamningum. Vísir/Vilhelm Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. Mikið er um fundarhöld hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landsambands verslunarmanna, VR og iðnaðarmanna voru mættir í morgun ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins settust að samningaborði með ríkissáttasemjara í morgun.Stöð 2/Sigurjón Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning með 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að hægt verði að gera nýja skammtíma kjarasamninga fyrir mánaðamót.Vísir/Arnar Þetta er all veruleg hækkun sem verið er að fara fram á, er einhver möguleiki að ná sáttum um slíkar upphæðir? „Mér finnst þú orða þetta ágætlega í þinni spurningu.“ Þannig að þér þykir ekki líklegt að þetta yrði niðurstaða? „Ég myndi kjósa að fara fyrst yfir það með áttatíu manna samninganefnd Eflingar áður en ég deili því með þér,“ sagði Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur þetta útspil Eflingar hins vegar skiljanlegt í ljósi verðbólgunnar og verðhækkana. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur ný fram settar kröfur Eflingar eðlilegar miðað við aðstæður. Hann telur nær ómögulegt að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta tali bara ágætlega inn í þann raunveruleika sem félagsfólk Eflingar er í. Og mestmegnið af venjulegu fólki sem er að taka á sig miklar verðlagshækkanir, aukinn húsnæðiskostnað og svo framvegis,“ sagði Ragnar Þór fyrir samningafund í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þá ábyrgð hvíla á samningafólki að semja um launahækkanir til félagsmanna eins fljótt og hægt væri. Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson virðast meta samningsstöðuna með mismunandi hætti þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót. Ég veit ekki hvort að það takist. Ég get ekki svarað því hér,“ segir Vilhjálmur. Aðkoma stjórnavalda að samningunum skipti líka miklu máli en þetta ætti að skýrast á næstu dögum. Halldór Benjamín er eins og Vilhjálmur vongóður um að samningar takist fyrir mánaðamót. „Öll okkar markmið og tillögur hafa miðað að því að ná því marki. Hins vegar tek ég líka undir það sem ég hef heyrt frá félögum mínum í verkalýðshreyfingunni; við verðum að líta til verðbólgunnar. Hún er raunveruleg ógn við heimilin og fyrirtækin í landinu. Að því leytinu til og þessu virtu fer ég ágætlega bjartsýnn inn í daginn,“ segir Halldór Benjamín. Formaður VR er hins vegar ekki eins bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðmót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ segir Ragar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Mikið er um fundarhöld hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landsambands verslunarmanna, VR og iðnaðarmanna voru mættir í morgun ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins settust að samningaborði með ríkissáttasemjara í morgun.Stöð 2/Sigurjón Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning með 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að hægt verði að gera nýja skammtíma kjarasamninga fyrir mánaðamót.Vísir/Arnar Þetta er all veruleg hækkun sem verið er að fara fram á, er einhver möguleiki að ná sáttum um slíkar upphæðir? „Mér finnst þú orða þetta ágætlega í þinni spurningu.“ Þannig að þér þykir ekki líklegt að þetta yrði niðurstaða? „Ég myndi kjósa að fara fyrst yfir það með áttatíu manna samninganefnd Eflingar áður en ég deili því með þér,“ sagði Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur þetta útspil Eflingar hins vegar skiljanlegt í ljósi verðbólgunnar og verðhækkana. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur ný fram settar kröfur Eflingar eðlilegar miðað við aðstæður. Hann telur nær ómögulegt að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta tali bara ágætlega inn í þann raunveruleika sem félagsfólk Eflingar er í. Og mestmegnið af venjulegu fólki sem er að taka á sig miklar verðlagshækkanir, aukinn húsnæðiskostnað og svo framvegis,“ sagði Ragnar Þór fyrir samningafund í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þá ábyrgð hvíla á samningafólki að semja um launahækkanir til félagsmanna eins fljótt og hægt væri. Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson virðast meta samningsstöðuna með mismunandi hætti þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót. Ég veit ekki hvort að það takist. Ég get ekki svarað því hér,“ segir Vilhjálmur. Aðkoma stjórnavalda að samningunum skipti líka miklu máli en þetta ætti að skýrast á næstu dögum. Halldór Benjamín er eins og Vilhjálmur vongóður um að samningar takist fyrir mánaðamót. „Öll okkar markmið og tillögur hafa miðað að því að ná því marki. Hins vegar tek ég líka undir það sem ég hef heyrt frá félögum mínum í verkalýðshreyfingunni; við verðum að líta til verðbólgunnar. Hún er raunveruleg ógn við heimilin og fyrirtækin í landinu. Að því leytinu til og þessu virtu fer ég ágætlega bjartsýnn inn í daginn,“ segir Halldór Benjamín. Formaður VR er hins vegar ekki eins bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðmót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ segir Ragar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00
Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21