Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 23:00 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01
Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17