Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:52 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Dagskráin er þétt í kjaraviðræðum í dagsins. vísir/samett mynd Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu