SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áttunda árið í röð upp á það sem nefnt er „Öðruvísi jóladagatal" en bak við hvern glugga í því eru fræðandi myndbönd um börn sem búa við mjög ólíkar aðstæður en þau íslensku þekkja.

Öðruvísu jóladagatal SOS Barnaþorpanna hefur göngu sína í dag, 1. desember og tvinnast nú Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inn í það. Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir er kynnir jóladagatalsins og á hverjum degi kennir hún börnum að þekkja réttindi sín. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta jóladagatal er framleitt hér á landi. Það er framleitt af SOS Barnaþorpunum í samvinnu við Þorleif Einarsson.
Hægt er að fylgjast með Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna hér.
