Karlakórinn Fóstbræður kom fram í sérstakri hátíðarútgáfu, Auður Jónsdóttir rithöfundur flutti stutt ávarp sem vakti mikla athygli og Snorri Helgason og Systur flutti dásamlegar íslenskar ábreiður með sínum hætti.
Veittar voru viðurkenningar og verðlaun Dags íslenskrar tónlistar og hér fyrir neðan má sjá myndbönd af afhendingu þeirra.
Nýsköpunarverðlaun hlaut viðburðaappið Gjugg.
Hvatningarverðlaunin hlaut KÍTÓN, félag kvenna í tónlist.
Gluggann fékk Menningarmiðstöðin Hljómahöllin í Reykjanesbæ.
Útflutningaverðlaunin runnu til Laufeyjar Lín.
Loks flugu heiðursverðlaunin Lítill fugl til blaðsins Reykjavik Grapevine.
Hér má horfa á viðburðinn í heild sinni en dagurinn var gerður upp í frétt á Vísi í gær sem má finna hér fyrir neðan.