„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Sólveig Anna segir nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins vonbrigði og ekki ná markmiðum sem Efling gæti sætt sig við. Vísir/Vilhelm Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08
„Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41