Ekki mikill tími til stefnu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. desember 2022 18:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins náðu saman á laugardaginn eftir maraþonfund í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjaradeilum vetrarins er þó hvergi nærri lokið en stór stéttarfélög eins og VR og Efling eru ekki hluti af þeim samningum sem voru undirritaðir. VR gengur til samningaborðsins í samfloti með iðn- og tæknifólki en ekki var fundað í Karphúsinu í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að ef landa eigi skammtímasamningi verði það að gerast á næstu dögum. „Við erum bara í fullri vinnu við að undirbúa okkar atlögu að kjarasamningi og við höfum ekki langan tíma til stefnu að landa skammtímasamningum. Þetta eru bara nokkrir dagar. Svo bara koma jólin og ef að þetta dregst eitthvað mikið lengur þá er skammtímasamningur útaf borðinu og við þurfum að fara að ræða lengri samning.“ Ragnar Þór segir samningsaðila vera að ákveða næstu skref í viðræðunum. „Það er eiginlega bara eitthvað sem við erum vinna í núna á þessari stundu og eitthvað frameftir kvöldi. Og það ætti að skýrast á morgun hvernig við munum nálgast það verkefni.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, skrifaði ítarlegan pistil á facebook-síðu sína í gær þar sem hann segir fyrrum félaga sína vera að stinga sig í bakið og segir meðal annar að upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ragnar Þór segist ekki taka þetta til sín. „Hann verður að svara því. Ég tek þetta ekki til mín. Ég hef unnið af miklum heilindum og ég held að það viti allir sem mig þekkja innan hreyfingarinnar. Ég tek þetta bara einfaldlega ekki til mín. Ég tel þetta ekki eiga við mig og hann verður bara að svara fyrir það sjálfur við hverja hann á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins náðu saman á laugardaginn eftir maraþonfund í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjaradeilum vetrarins er þó hvergi nærri lokið en stór stéttarfélög eins og VR og Efling eru ekki hluti af þeim samningum sem voru undirritaðir. VR gengur til samningaborðsins í samfloti með iðn- og tæknifólki en ekki var fundað í Karphúsinu í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að ef landa eigi skammtímasamningi verði það að gerast á næstu dögum. „Við erum bara í fullri vinnu við að undirbúa okkar atlögu að kjarasamningi og við höfum ekki langan tíma til stefnu að landa skammtímasamningum. Þetta eru bara nokkrir dagar. Svo bara koma jólin og ef að þetta dregst eitthvað mikið lengur þá er skammtímasamningur útaf borðinu og við þurfum að fara að ræða lengri samning.“ Ragnar Þór segir samningsaðila vera að ákveða næstu skref í viðræðunum. „Það er eiginlega bara eitthvað sem við erum vinna í núna á þessari stundu og eitthvað frameftir kvöldi. Og það ætti að skýrast á morgun hvernig við munum nálgast það verkefni.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, skrifaði ítarlegan pistil á facebook-síðu sína í gær þar sem hann segir fyrrum félaga sína vera að stinga sig í bakið og segir meðal annar að upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ragnar Þór segist ekki taka þetta til sín. „Hann verður að svara því. Ég tek þetta ekki til mín. Ég hef unnið af miklum heilindum og ég held að það viti allir sem mig þekkja innan hreyfingarinnar. Ég tek þetta bara einfaldlega ekki til mín. Ég tel þetta ekki eiga við mig og hann verður bara að svara fyrir það sjálfur við hverja hann á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07
Samningsstaðan sé verri eftir samkomulag SGS við SA Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu. 5. desember 2022 12:31
Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55