Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. desember 2022 23:09 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á í Kastljósi í kvöld en nokkuð hefur borið á ósætti þeirra á milli eftir að Starfsgreinasambandið náði samningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Að sögn Vilhjálms var sá samningur fordæmalaus og góður samningur sem skilar umstalsverðum krónutöluhækkunum fyrir félagsmenn sem hafa þurft að horfa fram á umtalsverðar hækkanir víða. Sólveig Anna gagnrýndi þó samninginn harðlega og sagði hann til marks um óþolinmæði. Þá gagnrýndi hún að í upphæðinni væri einnig vísað til hagvaxtaraukans sem samið var um í lífskjarasamningnum en ýmislegt hefði geta gerst ef Starfsgreinasambandið hefði beðið með sína samninga. „Ef að við getum sýnt þolimnæði, ef að við getum hugsað taktískt, dregið andann djúpt, farið fram sameinuð og sterk í þeim einbeitta tilgangi að fá það sem við eigum inni þá auðvitað eiga aðrir að geta það líka,“ sagði Sólveig Anna. Vilhjálmur gagnrýndi þó á móti Sólveigu Önnu og sagði hana og Eflingu hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ein og sér frekar en í samfloti. „Ég margræddi það við Sólveigu hvort við yrðum ekki sterkari saman. Svo núna þegar við erum búin að semja þá kemur Efling og gagnrýnir það sem við erum að gera. Hví í ósköpunum einbeita menn sér ekki að því að ná kjarasamningi handa sínu fólki í staðinn fyrir að koma að rífa niður það sem aðrir hafa gert,“ sagði Vilhjálmur. Sólveig er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt samninginn en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur talað um að með samningnum minnki möguleikar annarra innan verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram breiðum kerfisbreytingum. Samstarf byggist á trausti, trúnaði og heiðarleika Deilur Sólveigar og Vilhjálms snúa þó ekki aðeins að samningnum og innihaldi hans en Vilhjálmur sakaði í gær aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan viðræðum stóð. Í Kastljósi greindi hann frá því að hann hafi rætt við Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. „Daginn eftir þá birtist allt sem ég var búinn að segja honum í tveimur fjölmiðlum, ég hringdi í Sólveigu og spurði, hver var ástæðan? Var það til að skemma eða afvegaleiða umræðuna?“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst þetta mjög sorglegt vegna þess að allt svona samstarf byggist upp á trausti, trúnaði og heiðarleika. Ég hélt formanni Eflingar algjörlega upplýstum um allt sem við vorum að gera.“ Þegar Sólveig var spurð út í málið fór hún ekki út í hinn meinta leka sérstaklega. Þess í stað sagði hún það algjöra fásinnu að Vilhjálmur væri að halda því fram að þarna hafi verið að semja með hennar vitneskju og samþykki og sagðist sammála um að það þurfi að ríkja traust. „Það er ekki gott fyrir neinn, það er ekki gott fyrir Vilhjálm Birgisson, það er ekki gott fyrir mig, það er ekki gott fyrir félagsfólk Eflingar, það er ekki gott fyrir neinn þegar menn loka sig inni hjá ríkissáttasemjara, missa talsambandið, missa tækifærið til þess að koma til félaga sinna, setjast niður og skoða stöðuna og ræða málin opið og heiðarlega,“ sagði Sólveig. Þá ítrekaði hún að fleiri hafi gagnrýnt samninginn og sömuleiðis að hún væri ekki aðeins að gagnrýna Vilhjálm heldur einnig forsætisráðherra meðal annars. „Ég gagnrýni aðra hátt setta aðila í þessu leikriti sem sett er upp þar sem vissulega einhverjir inni hjá ríkissáttasemjara eru vissulega á löngum fundum, aðrir látnir bíða, ekki talað við þá, og svo mönnum tilkynnt að nú sé bara búið að undirrita hér kjarasamning. Það er þetta sem ég gagnrýni, þetta er fullkomlega réttmæt gagnrýni og Vilhjálmur veit það manna best,“ sagði Sólveig. Vilhjálmur benti þá aftur á að hún hafi ákveðið að fara ekki í samflot. „Þú ákvaðst að vera ein með samningsumboðið hjá þér og þar af leiðandi getur þú ekki agnúast yfir því ef að Starfsgreinasambandið vinnur sína vinnu,“ sagði Vilhjálmur. „Þið verðið bara að axla ykkar ábyrgð varðandi ykkar kjarasamning til að gæta ykkar hagsmuna, við gerðum það í Starfsgreinasambandinu og þið getið ekki skammað okkur fyrir það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á í Kastljósi í kvöld en nokkuð hefur borið á ósætti þeirra á milli eftir að Starfsgreinasambandið náði samningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Að sögn Vilhjálms var sá samningur fordæmalaus og góður samningur sem skilar umstalsverðum krónutöluhækkunum fyrir félagsmenn sem hafa þurft að horfa fram á umtalsverðar hækkanir víða. Sólveig Anna gagnrýndi þó samninginn harðlega og sagði hann til marks um óþolinmæði. Þá gagnrýndi hún að í upphæðinni væri einnig vísað til hagvaxtaraukans sem samið var um í lífskjarasamningnum en ýmislegt hefði geta gerst ef Starfsgreinasambandið hefði beðið með sína samninga. „Ef að við getum sýnt þolimnæði, ef að við getum hugsað taktískt, dregið andann djúpt, farið fram sameinuð og sterk í þeim einbeitta tilgangi að fá það sem við eigum inni þá auðvitað eiga aðrir að geta það líka,“ sagði Sólveig Anna. Vilhjálmur gagnrýndi þó á móti Sólveigu Önnu og sagði hana og Eflingu hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ein og sér frekar en í samfloti. „Ég margræddi það við Sólveigu hvort við yrðum ekki sterkari saman. Svo núna þegar við erum búin að semja þá kemur Efling og gagnrýnir það sem við erum að gera. Hví í ósköpunum einbeita menn sér ekki að því að ná kjarasamningi handa sínu fólki í staðinn fyrir að koma að rífa niður það sem aðrir hafa gert,“ sagði Vilhjálmur. Sólveig er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt samninginn en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur talað um að með samningnum minnki möguleikar annarra innan verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram breiðum kerfisbreytingum. Samstarf byggist á trausti, trúnaði og heiðarleika Deilur Sólveigar og Vilhjálms snúa þó ekki aðeins að samningnum og innihaldi hans en Vilhjálmur sakaði í gær aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan viðræðum stóð. Í Kastljósi greindi hann frá því að hann hafi rætt við Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. „Daginn eftir þá birtist allt sem ég var búinn að segja honum í tveimur fjölmiðlum, ég hringdi í Sólveigu og spurði, hver var ástæðan? Var það til að skemma eða afvegaleiða umræðuna?“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst þetta mjög sorglegt vegna þess að allt svona samstarf byggist upp á trausti, trúnaði og heiðarleika. Ég hélt formanni Eflingar algjörlega upplýstum um allt sem við vorum að gera.“ Þegar Sólveig var spurð út í málið fór hún ekki út í hinn meinta leka sérstaklega. Þess í stað sagði hún það algjöra fásinnu að Vilhjálmur væri að halda því fram að þarna hafi verið að semja með hennar vitneskju og samþykki og sagðist sammála um að það þurfi að ríkja traust. „Það er ekki gott fyrir neinn, það er ekki gott fyrir Vilhjálm Birgisson, það er ekki gott fyrir mig, það er ekki gott fyrir félagsfólk Eflingar, það er ekki gott fyrir neinn þegar menn loka sig inni hjá ríkissáttasemjara, missa talsambandið, missa tækifærið til þess að koma til félaga sinna, setjast niður og skoða stöðuna og ræða málin opið og heiðarlega,“ sagði Sólveig. Þá ítrekaði hún að fleiri hafi gagnrýnt samninginn og sömuleiðis að hún væri ekki aðeins að gagnrýna Vilhjálm heldur einnig forsætisráðherra meðal annars. „Ég gagnrýni aðra hátt setta aðila í þessu leikriti sem sett er upp þar sem vissulega einhverjir inni hjá ríkissáttasemjara eru vissulega á löngum fundum, aðrir látnir bíða, ekki talað við þá, og svo mönnum tilkynnt að nú sé bara búið að undirrita hér kjarasamning. Það er þetta sem ég gagnrýni, þetta er fullkomlega réttmæt gagnrýni og Vilhjálmur veit það manna best,“ sagði Sólveig. Vilhjálmur benti þá aftur á að hún hafi ákveðið að fara ekki í samflot. „Þú ákvaðst að vera ein með samningsumboðið hjá þér og þar af leiðandi getur þú ekki agnúast yfir því ef að Starfsgreinasambandið vinnur sína vinnu,“ sagði Vilhjálmur. „Þið verðið bara að axla ykkar ábyrgð varðandi ykkar kjarasamning til að gæta ykkar hagsmuna, við gerðum það í Starfsgreinasambandinu og þið getið ekki skammað okkur fyrir það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira