Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2022 14:29 Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og LÍV með Samtökum atvinnulífsins hófst á öðrum tímanum í dag. Vísir/Sigurjón Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna með Samtökum atvinnulífsins hófst hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi en fundurinn kemur í kjölfar þess að Starfsgreinasambandið skrifaði undir samning um helgina. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist mátulega bjartsýnn. „Það mun skýrast mjög fljótlega svona hvernig landið liggur og hvort að það sé einhver raunverulegur samningsvilji hjá okkar viðsemjendum. Þannig ég eiginlega geri mér engar væntingar eða engar vonir, ég fer svona nokkuð hlutlaus að þessu verkefni, en auðvitað vonum við það besta,“ segir Ragnar. Hversu lengi fundurinn muni standa yfir segir Ragnar það ómögulegt að segja en það fari eftir því hvort einhver brú sé í því sem komi þar fram. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort þau gætu nýtt sér eitthvað úr samningi Starfsgreinasambandsins. Um sé að ræða ólíka hópa með ólíkar kröfur. „Þetta er ekki bara eitthvað sem við getum dregið upp úr hatti. Þetta er flókið og það þarf töluverðan tíma til að ganga frá þessu,“ segir Ragnar. Tímaramminn mjög knappur VR skoðar nú skammtímasamning en að sögn Ragnars blasir við að það þurfi að gerast á allra næstu dögum þar sem kynna þyrfti slíkan samning sem fyrst og greiða atkvæði um hann. Með skammtímasamningi væri hægt að koma í veg fyrir möguleg átök en huga þurfi að ýmsu. „Það tekur allt tíma og svo eru fjölmörg atriði líka sem þarf að ganga frá inni í þessu samkomulagi sem að taka langan tíma. Þannig tímaramminn er orðinn mjög knappur og að ef að ekki næst að klára þetta á allra næstu dögum þá erum við augljóslega að fara inn í annan fasa sem er langtímasamningur og mögulega átök,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort það sé kappsmál að klára kjarasamninga fyrir jól segir Ragnar það auðvitað skipta máli að klára svona vinnu fljótt og vel. „En ég held að það sé mitt viðhorf að fara ekki niður á fjóra fætur til þess að ná því og ég held að það sé ekki heldur vilji okkar félagsfólks. Við þurfum fyrst og fremst að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður og það er markmiðið, það verður ekki selt fyrir hvað sem er,“ segir Ragnar. Vonast eftir löngum fundi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er einnig á fundinum en hann tekur undir með Ragnari að tíminn sé naumur en upplegg þeirra sé að ná kjarasamningi sem fyrst. Sjálfur bindur hann vonir við að fundurinn verði langur og að samningar náist fyrir jól. „Markmiðið okkar er að reyna að klára samninga og auðvitað vonar maður að það takist núna. Ef við ætlum að ræða skammtímasamninga eins og búið er að vera í umræðunni þá þarf það að gerast mjög hratt og þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að semja núna ef mögulegt er, en það þarf tvo til þess að ná samningi og við þurfum að taka stöðuna núna á þessum fundi,“ segir Kristján. Hvað samning Starfsgreinasambandsins varðar segir Kristján einhverja þætti í þeim samningi geta nýst í þeirra viðræðum. „En við þurfum hins vegar að leita leiða til þess að ná samningi sem hentar okkar hópi sem við erum að semja fyrir,“ segir hann. Samfélagið á ágætum stað ef fram heldur sem horfir Fréttastofa náði sömuleiðis tali af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni SA, fyrir fundinn þar sem hann sagðist meta yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun sem svo að kjarasamningarnir séu innan marka og ógni ekki fjármálastöðugleika. Þá benti hann á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi lækkað á mánudag sem sýni að markaðurinn líti á kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina sem svo að hann sé ekki verðbólguhvetjandi. Hvað vaxtaákvörðun Seðlabankans í lok síðasta mánaðar varðar sagði Halldór óþarfi að velta sér upp úr því núna. „Við horfum fram á veginn. Það er það sem við gerum í kjarasamningsgerð, við erum ekki að semja aftur á bak heldur fram veginn, og ef fram heldur sem horfir og við náum saman hérna á næstu dögum þá held ég að við sem samfélag séum á ágætum stað,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58 Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fundur samflots iðn- og tæknifólks, VR og Landssambandi íslenskra verslunarmanna með Samtökum atvinnulífsins hófst hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi en fundurinn kemur í kjölfar þess að Starfsgreinasambandið skrifaði undir samning um helgina. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist mátulega bjartsýnn. „Það mun skýrast mjög fljótlega svona hvernig landið liggur og hvort að það sé einhver raunverulegur samningsvilji hjá okkar viðsemjendum. Þannig ég eiginlega geri mér engar væntingar eða engar vonir, ég fer svona nokkuð hlutlaus að þessu verkefni, en auðvitað vonum við það besta,“ segir Ragnar. Hversu lengi fundurinn muni standa yfir segir Ragnar það ómögulegt að segja en það fari eftir því hvort einhver brú sé í því sem komi þar fram. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort þau gætu nýtt sér eitthvað úr samningi Starfsgreinasambandsins. Um sé að ræða ólíka hópa með ólíkar kröfur. „Þetta er ekki bara eitthvað sem við getum dregið upp úr hatti. Þetta er flókið og það þarf töluverðan tíma til að ganga frá þessu,“ segir Ragnar. Tímaramminn mjög knappur VR skoðar nú skammtímasamning en að sögn Ragnars blasir við að það þurfi að gerast á allra næstu dögum þar sem kynna þyrfti slíkan samning sem fyrst og greiða atkvæði um hann. Með skammtímasamningi væri hægt að koma í veg fyrir möguleg átök en huga þurfi að ýmsu. „Það tekur allt tíma og svo eru fjölmörg atriði líka sem þarf að ganga frá inni í þessu samkomulagi sem að taka langan tíma. Þannig tímaramminn er orðinn mjög knappur og að ef að ekki næst að klára þetta á allra næstu dögum þá erum við augljóslega að fara inn í annan fasa sem er langtímasamningur og mögulega átök,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort það sé kappsmál að klára kjarasamninga fyrir jól segir Ragnar það auðvitað skipta máli að klára svona vinnu fljótt og vel. „En ég held að það sé mitt viðhorf að fara ekki niður á fjóra fætur til þess að ná því og ég held að það sé ekki heldur vilji okkar félagsfólks. Við þurfum fyrst og fremst að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður og það er markmiðið, það verður ekki selt fyrir hvað sem er,“ segir Ragnar. Vonast eftir löngum fundi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er einnig á fundinum en hann tekur undir með Ragnari að tíminn sé naumur en upplegg þeirra sé að ná kjarasamningi sem fyrst. Sjálfur bindur hann vonir við að fundurinn verði langur og að samningar náist fyrir jól. „Markmiðið okkar er að reyna að klára samninga og auðvitað vonar maður að það takist núna. Ef við ætlum að ræða skammtímasamninga eins og búið er að vera í umræðunni þá þarf það að gerast mjög hratt og þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að semja núna ef mögulegt er, en það þarf tvo til þess að ná samningi og við þurfum að taka stöðuna núna á þessum fundi,“ segir Kristján. Hvað samning Starfsgreinasambandsins varðar segir Kristján einhverja þætti í þeim samningi geta nýst í þeirra viðræðum. „En við þurfum hins vegar að leita leiða til þess að ná samningi sem hentar okkar hópi sem við erum að semja fyrir,“ segir hann. Samfélagið á ágætum stað ef fram heldur sem horfir Fréttastofa náði sömuleiðis tali af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni SA, fyrir fundinn þar sem hann sagðist meta yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun sem svo að kjarasamningarnir séu innan marka og ógni ekki fjármálastöðugleika. Þá benti hann á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi lækkað á mánudag sem sýni að markaðurinn líti á kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina sem svo að hann sé ekki verðbólguhvetjandi. Hvað vaxtaákvörðun Seðlabankans í lok síðasta mánaðar varðar sagði Halldór óþarfi að velta sér upp úr því núna. „Við horfum fram á veginn. Það er það sem við gerum í kjarasamningsgerð, við erum ekki að semja aftur á bak heldur fram veginn, og ef fram heldur sem horfir og við náum saman hérna á næstu dögum þá held ég að við sem samfélag séum á ágætum stað,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58 Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. 7. desember 2022 12:58
Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“ Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir. 7. desember 2022 12:12
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18