Harpa Sif safnar fyrir móður sína í Sri Lanka: „Það var mjög erfitt að fara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:34 Mæðgurnar Chandra og Harpa Sif. Facebook „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt,“ segir Harpa Sif Ingadóttir sem áhorfendur fengu að fylgjast með í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Hún hefur nú sett af stað söfnun fyrir móður sína. „Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30