Harpa Sif safnar fyrir móður sína í Sri Lanka: „Það var mjög erfitt að fara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:34 Mæðgurnar Chandra og Harpa Sif. Facebook „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt,“ segir Harpa Sif Ingadóttir sem áhorfendur fengu að fylgjast með í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Hún hefur nú sett af stað söfnun fyrir móður sína. „Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30