Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist á báðum endum töflunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 19:03 Leikir kvöldsins. Elleftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lýkur í kvöld með þremur leikjum í beinni útsendingu hér á Vísi. Búast má við spennandi kvöldi, enda er barist á báðum endum töflunnar. Við hefjum leik á toppslag Atlantic Esports Iceland og LAVA klukkan 19:30, en með sigri verður Atlantic Esports eitt á toppi deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Dusty og Þór. LAVA situr hins vegar í fjórða sæti með 12 stig, en getur brúað bilið í toppliðin með sigri. Klukkan 20:30 mætast svo liðin í fimmta og sjötta sæti, Breiðablik og Ármann. Liðin eru jöfn að stigum og því má búast við hörkuviðureign þar. Að lokum eigast Fylkir og Ten5ion við í sannkölluðum botnslag klukkan 21:30 í seinustu viðureign kvöldsins. Ten5ion situr á botni deildarinnar og er liðið enn í leit að sínum fyrsta sigri, en Fylkir situr sæti ofar með fjögur stig. Beina útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn
Við hefjum leik á toppslag Atlantic Esports Iceland og LAVA klukkan 19:30, en með sigri verður Atlantic Esports eitt á toppi deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Dusty og Þór. LAVA situr hins vegar í fjórða sæti með 12 stig, en getur brúað bilið í toppliðin með sigri. Klukkan 20:30 mætast svo liðin í fimmta og sjötta sæti, Breiðablik og Ármann. Liðin eru jöfn að stigum og því má búast við hörkuviðureign þar. Að lokum eigast Fylkir og Ten5ion við í sannkölluðum botnslag klukkan 21:30 í seinustu viðureign kvöldsins. Ten5ion situr á botni deildarinnar og er liðið enn í leit að sínum fyrsta sigri, en Fylkir situr sæti ofar með fjögur stig. Beina útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn