„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2022 09:01 Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna. Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna.
Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira