Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru sammála um að staðan væri óásættanleg. Vísir/Samsett Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey. Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey.
Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11