Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 14:01 Hópurinn sem staðið hefur í ströngu að undanförnu. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingófsson, formann VR, sem komst ekki í myndatökuna. Hópmyndin var tekin stuttu eftir að samningarnir voru undirritaðir. Vísir/Vilhelm Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira