Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 14:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir af sérstakri nautn eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa. Vísir/Vilhelm Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01