„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:21 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“ Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda