Segir Helga vera að passa upp á vörumerkið Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 21:55 Katrín Lóa Kristrúnardóttir hefur sakað Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Katrín Lóa Kristrúnardóttir, sem sakað hefur Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti, segist telja að afsökunarbeiðni Helga sé ætlað að verja vörumerki hans, hann sjái ekki eftir neinu. Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál. Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál.
Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira