Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 10:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52