Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 12:19 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur skorið upp herör gegn leigufélaginu Ölmu og boðar birtingu sláandi sagna leigjenda af samskiptum við félagið sem Ragnar Þór segir okra og fara með staðlausa stafi til að breiða yfir vafasamt framferði sitt. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi. Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi.
Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02