Á staðnum er opið eldhús og er lögð áhersla á nútímalega norð-evrópska eldamennsku þar sem notast er við hráefni úr nærumhverfinu. Þá er einnig sérstakt vínherbergi á staðnum sem er undir áhrifum art deco tímabilsins.
Helga Vala Helgadóttir þingmaður var á meðal gesta og sömuleiðis Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill, Barði Jóhannsson tónlistarmaður og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður svo einhverjir séu nefndir.
Ljósmyndarinn Sigurjón Ragnar var viðstaddur foropnunina og fangaði stemninguna á myndum sem sjá má hér að neðan.