Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2022 17:45 Það var baráttuhugur í um áttatíu manna samninganefnd Eflingar þegar hún mætti til fyrsta samningafundarins undir stjórn ríkissáttasemjara með Samtökum atvinnulífsins í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36
Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33