Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 18:21 Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Kristinn Ingvarsson Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum. Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum.
Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira