Talsverð snjókoma á köflum og lélegt skyggni verður á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við erfiðum akstursskilyrðum.
Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil.
Hægari vindur verður á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Spáð er 0 til 15 stiga frosti og kaldast norðaustantil.