Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. desember 2022 20:31 Anna Gréta syngur íslenskt lag í Netflix þáttunum First Love. Birna Ketilsdóttir Schram Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu. „Ég var beðin um að syngja lagið og semja textann af kollega mínum í Stokkhólmi sem hefur unnið mikið með japönskum framleiðendum,“ segir Anna Gréta um tilkomu þessa verkefnis. Hún ákvað að kýla á það en lagið er spilað í fjórða þætti seríunnar. „Mér fannst lagið fallegt og ákvað því að slá til og taka þátt. Lagið er búið að fá góð viðbrögð sem er virkilega skemmtilegt. Ég reyndi að hafa textann einfaldan, fullan af stemningu og með smá mystískum fíling.“ Fullur salur í Berlín Anna Gréta er menntuð í jazz tónlist sem hún segir vera sinn helsta fókus. Hún starfar í Stokkhólmi og á Íslandi og ferðast mikið í tengslum við vinnuna. Anna Gréta ásamt hljómsveit á tónleikunum í Berlin Philharmonic.Aðsend „Ég var nýlega með uppselda tónleika í Berlin Philharmonic í Þýskalandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi notið hverrar sekúndu af tónleikunum. Hún deildi sviðinu meðal annars með tónskáldinu, söngkonunni og píanóleikaranum Kadri Voorand frá Eistlandi en Anna Gréta hefur löngum verið aðdáandi hennar. Anna Gréta og Kadri VoorandInstagram @annagretasig Fuglaskoðun og náttúra Það er ýmislegt á döfinni hjá Önnu Grétu sem er meðal annars að vinna að næstu plötu og mun eyða tíma í stúdíóinu í janúar, sem hún segist mjög spennt fyrir. „Minn helsti innblástur í tónlist er náttúran. Það er eitthvað sem ég sæki stöðugt í, krafturinn og orkan, og það hentaði vel í textann fyrir Hafið syngur líka. Mín síðasta plata sótti smá innblástur úr fuglaskoðun en hún heitir Nightjar in the northern Sky, en Nightjar er Náttfari á íslensku, sem er sjaldséður fugl.“ Platan vann í flokknum Plata ársins í Jazz flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og Anna Gréta hlaut einnig verðlaun sem Lagahöfundur ársins. Anna Gréta er nú að undirbúa sína næstu plötu.Birna Ketilsdóttir Schram Lék Guðríði Þorbjarnardóttur Meðal verkefna hjá Önnu Grétu er hlaðvarp sem kom út hjá Sveriges Radio, þar sem hún söng, samdi lag og fór með hlutverk landkönnuðarins Guðríðar Þorbjarnardóttur. „Gustav Skarsgård er sögumaðurinn og þetta er búið að vera mjög vinsælt í Svíþjóð, sem er gaman. Ég hafði aldrei leikið neitt svo var mér allt í einu kastað inn í þetta, að gera alls konar senur á borð við ástarsenur, fæðingu og ég veit ekki hvað. En þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna Gréta að lokum. Netflix Tónlist Menning Tengdar fréttir „Fuglaskoðun er svo falleg myndlíking“ Nightjar in the Northern Sky er fyrsti singúll frá samnefndri plötu frá píanóleikaranum, söngkonunni og lagahöfundinum Önnu Grétu. 22. september 2021 14:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég var beðin um að syngja lagið og semja textann af kollega mínum í Stokkhólmi sem hefur unnið mikið með japönskum framleiðendum,“ segir Anna Gréta um tilkomu þessa verkefnis. Hún ákvað að kýla á það en lagið er spilað í fjórða þætti seríunnar. „Mér fannst lagið fallegt og ákvað því að slá til og taka þátt. Lagið er búið að fá góð viðbrögð sem er virkilega skemmtilegt. Ég reyndi að hafa textann einfaldan, fullan af stemningu og með smá mystískum fíling.“ Fullur salur í Berlín Anna Gréta er menntuð í jazz tónlist sem hún segir vera sinn helsta fókus. Hún starfar í Stokkhólmi og á Íslandi og ferðast mikið í tengslum við vinnuna. Anna Gréta ásamt hljómsveit á tónleikunum í Berlin Philharmonic.Aðsend „Ég var nýlega með uppselda tónleika í Berlin Philharmonic í Þýskalandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi notið hverrar sekúndu af tónleikunum. Hún deildi sviðinu meðal annars með tónskáldinu, söngkonunni og píanóleikaranum Kadri Voorand frá Eistlandi en Anna Gréta hefur löngum verið aðdáandi hennar. Anna Gréta og Kadri VoorandInstagram @annagretasig Fuglaskoðun og náttúra Það er ýmislegt á döfinni hjá Önnu Grétu sem er meðal annars að vinna að næstu plötu og mun eyða tíma í stúdíóinu í janúar, sem hún segist mjög spennt fyrir. „Minn helsti innblástur í tónlist er náttúran. Það er eitthvað sem ég sæki stöðugt í, krafturinn og orkan, og það hentaði vel í textann fyrir Hafið syngur líka. Mín síðasta plata sótti smá innblástur úr fuglaskoðun en hún heitir Nightjar in the northern Sky, en Nightjar er Náttfari á íslensku, sem er sjaldséður fugl.“ Platan vann í flokknum Plata ársins í Jazz flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og Anna Gréta hlaut einnig verðlaun sem Lagahöfundur ársins. Anna Gréta er nú að undirbúa sína næstu plötu.Birna Ketilsdóttir Schram Lék Guðríði Þorbjarnardóttur Meðal verkefna hjá Önnu Grétu er hlaðvarp sem kom út hjá Sveriges Radio, þar sem hún söng, samdi lag og fór með hlutverk landkönnuðarins Guðríðar Þorbjarnardóttur. „Gustav Skarsgård er sögumaðurinn og þetta er búið að vera mjög vinsælt í Svíþjóð, sem er gaman. Ég hafði aldrei leikið neitt svo var mér allt í einu kastað inn í þetta, að gera alls konar senur á borð við ástarsenur, fæðingu og ég veit ekki hvað. En þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna Gréta að lokum.
Netflix Tónlist Menning Tengdar fréttir „Fuglaskoðun er svo falleg myndlíking“ Nightjar in the Northern Sky er fyrsti singúll frá samnefndri plötu frá píanóleikaranum, söngkonunni og lagahöfundinum Önnu Grétu. 22. september 2021 14:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Fuglaskoðun er svo falleg myndlíking“ Nightjar in the Northern Sky er fyrsti singúll frá samnefndri plötu frá píanóleikaranum, söngkonunni og lagahöfundinum Önnu Grétu. 22. september 2021 14:30