„Hann gat ekki stillt sig, stóð upp, fór til hennar og kyssti hana…“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. desember 2022 08:00 Ævisaga Vísis þessi jólin segir frá fjölskyldusögu Katrínar Gísladóttur Sedlacek leirlistarkonu sem hefst með einum kossi í Austurríki. Þegar forboðin ást tók sig upp og faðir hennar féll fyrir hinni undurfögru Gínu. Það var árið 1959 en síðan þá hafa skipst á skin og skúrir. Þó þannig að stundum nístir sársaukinn inn að beini. Á mynd má sjá Katrínu og föður hennar Gísla Sigurðsson sem nú er 91 árs. Vísir/Vilhelm „Hann hafði farið á Adebar og þar stóð hún. Hann gat ekki stillt sig, stóð upp, fór til hennar og kyssti hana….“ Svona hefst fjölskyldusaga Katrínar Gísladóttur Sedlacek leirlistakonu. Konu sem nú rétt stendur á sextugu en á sér svo magnaða lífssögu að á stundum tekur maður andköf. Yfir fegurð ástarinnar eða sársauka sorgarinnar. Því í sögu Katrínar, eða Kötru eins og hún er oft kölluð, skiptast á skin og skúrir eins og gengur og gerist í lífinu. Þó þannig að á köflum nístir sársaukinn inn að beini. Ég hljóp út á ströndina og að sjónum. Horfði inn í myrkrið og út á haf og öskraði úr mér lungun. Hjartað í mér brast. Sársaukinn var óbærilegur. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna. Eflaust í um þrjú korter. Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum. Og grét.“ Katrín, 2. mars árið 2020 í kjölfar símtals þar sem henni var tilkynnt að dóttir hennar væri látin. Ævisaga Vísis þessi jól segir fjölskyldusögu sem hefst með einum kossi á litlum bar í Austurríki. Gísli ólst upp í Vestmannaeyjum en árið 1959 var hann í efnafræðinámi í Vín í Austuríki þegar hann sér Gerorgine Sedlacek, alltaf kölluð Gína. Þetta var ást við fyrstu sýn, enda gekk Gísli strax að Gínu og kyssti hana. Ástin var þó forboðin því Gísli var þá þegar kvæntur annarri konu. Það hjónaband var þó farið að molna. Þegar Gína varð ófrísk af Katrínu, skildi Gísli við fyrri konu sína. Ást við fyrstu sýn Haustið 2020 var gefin út fjölskyldubók. Þar sem saga Gísla Sigurðssonar og Georgínu Sedlacek og barna þeirra er sögð. Sagan er birt í texta og myndum og samantekin af Gísla og einni af dætrum hans, Christine Gísladóttur. Í formála bókar segir: „Við reyndum að setja í þessa bók allt sem við gátum fundið og munað áður en það týnist út í tómið með von um að vekja forvitni ykkar sem á eftir koma.“ Bókin er hin veglegasta og hana prýðir mikið safn mynda og afrit af skjölum og bréfum. Í bókinni er ættarsagan rakin aftur til langafa og langömmu fjölskyldna Kötru og systra hennar, en saman eignuðust Gísli og Gína eins og Georgína var alltaf kölluð, þrjár dætur: Katrín sem fæddist árið 1962, Sigríður Georgína (Sísí) fædd árið 1963 og Christine sem fæddist árið 1965. Fyrir átti Gína soninn Stefán sem fæddist árið 1958. Saga Gísla og Gínu er afar falleg ástarsaga. Þótt ástin hafi verið forboðin í fyrstu. Því þegar Gísli sá Gínu fyrst, var hann sjálfur giftur annarri konu. Til að rekja stuttlega sögu Gísla þá fæddist Gísli í Vestmannaeyjum árið 1931. Í Vestmannaeyjum gekk hann í barnaskóla og gagnfræðiskóla en þegar hann var sextán ára fluttu foreldrar hans til Danmerkur því föður hans hafði verið gert að hætta störfum sínum hjá Íslandsbanka í Eyjum af „pólitískum ástæðum.“ Í kjölfarið fékk hann starf hjá dönskum banka í Kaupmannahöfn. Fjölskyldan flutti þó aftur heim um haustið og hafði Gísli þá þegar ferðast víða um á Norðurlöndum. Gísli fór í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent árið 1954. Þá þegar hafði hann kynnst ungri stúlku, Ernu Kristinsdóttur, sem hann síðar giftist. Ungu hjónin fluttu til Austurríkis þar sem Gísli hóf nám í efnafræði í Vín. Árið 1959 var hins vegar örlagaár Gísla. „Kom nú að þeirri stundu í lífi hans, sem breytti öllu. Hjónaband hans og Ernu var farið að molna og hann kynntist hinni yndisfögru Georgine Sedlacek, kölluð Gína. Fara þau að hittast á laun og lýkur því með að hún verður þunguð í ársbyrjun 1962. Þar með verður skilnaður milli hans og Ernu,“ segir í fjölskyldubókinni fögru. En áður en lengra skal haldið, skulum við heyra aðeins um fjölskyldu Gínu. Gína var fædd árið 1935 og er hér með Katrínu í fanginu. Fjölskyldusaga Gínu er mjög gott dæmi um hversu mikil áhrif fyrri heimsstyrjöldin og sú síðari hafði á fjölskyldur í Evrópu. Fólks sem þó telst nærri okkur í tíma. Afi Gínu barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og varð öryrki í kjölfarið. Faðir Gínu barðist í síðari heimsstyrjöldinni og á laun í andspyrnuhreyfingunni. Faðir Gínu var handtekinn af Rússum árið 1944 og lést í fangabúðum í Lenigrad stuttu síðar. Ástir og áföll á stríðstímum Eflaust gerum við Íslendingar okkur ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif heimstyrjaldirnar, fyrri og hin síðari, höfðu á fjölskyldusögur fólks í Evrópu sem þó stendur nærri okkur í tíma. Því Gína fæddist árið 1935 og var því af kynslóð sem mörg okkar þekkja sem kynslóð foreldra okkar eða ömmu okkar og afa. Faðir Gínu, Stefan Sedlacek, fæddist í Tékklandi en fluttist ungur til Vínar. Faðir Stefans barðist í fyrri heimstyrjöldinni og varð í kjölfarið öryrki. Sem þó starfaði sem sporvagnstjóri í Vín. Þegar Gína fæðist var heimurinn í erfiðri stöðu. Enn stutt liðið frá erfiðum kreppuárum og stutt í að heimsstyrjöldin síðari skylli á. Varð heimsstyrjöldin til þess að foreldrar Gínu tóku ákvörðun um að eignast ekki fleiri börn í bili, enda útlitið ekki bjart. Enda segir meðal annars í umræddri fjölskyldubók: „Á seinni árum stríðsins þá var hungursneyð í Wien og fólk dó í umvörpum af hungri og sjúkdómum.“ Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á með öllum sínum þunga var Stefan kallaður í herinn eins og aðrir ungir menn. Stefan starfaði þó líka á laun í andspyrnuhreyfingunni. Árið 1944 var Stefan handtekinn af Rússum. Hann lést stuttu síðar í fangabúðum í Lenigrad. Síðasta bréfið sem Stefan ritaði til Georgínu móður Gínu, skrifaði Stefan í flýti á seðil þegar hann var enn á vígstöðvum. Bréfið er svohljóðandi: Döllusheim, apríl 1944. Elsku Gínerf. Nú er komið að brottför okkar, hvert við munum fara veit ég ekki. Ástin mín ég mun verða hjá þér og lilu Gínu í huganum. Ég hefði svo gjarnan vilja sjá ykkur einu sinni enn. Ég vona að við munum vera hér þar sem við erum núna sem lengst. Farið vel með ykkur. Þúsund kossar Stefan. Georgína heyrði aldrei framar frá honum og stóð nú uppi sem einstæð móðir. Gísli og Gína fluttu á Selfoss þar sem Gísli fór að kenna en Gína starfaði sem ljósmóðir. Þau eignuðust dæturnar Katrínu sem fæddist árið 1962, Sigríður Georgína (Sísí) fædd árið 1963 og Christine sem fæddist árið 1965 . Fyrir átti Gína soninn Stefán sem fæddist árið 1958. Þegar myndin er tekin af Gínu með börnin er Christine ekki fædd. Á Selfoss Víkur nú aftur sögunni að unga parinu Gísla og Gínu. Gísli vatt sínu kvæði í kross í Vín, hætti í efnafræðinámi en lauk uppeldisfræði þess í stað með það að leiðarljósi að verða kennari í framtíðinni. Skömmu áður en elsta dóttirin, Katrín, fæddist, giftu þau sig hjá borgardómara í Vín. Eftir nám fluttu þau til Íslands þar sem Gísli fékk kennslustarf við gagnfræðaskólann á Selfossi. Gína var ljósmóðir og tók nú við afar hamingjusamt tímabil. Þar sem ástin blómstraði samhliða því að hver dóttirin fæddist af annarri. „Ég man ekkert mikið frá æskuárunum en man þó að æskan einkenndist af mikilli gleði og hamingju. Við vorum mjög samheldin fjölskylda og gerðum margt saman. Bíltúrarnir voru margir á Eyrabakka og Stokkseyri og eins man ég eftir skemmtilegri ferð á Þingvelli. Oft vorum við systurnar með leikrit heima sem mamma og pabbi þurftu þá að horfa á og í fjölskyldunni var mikið sungið, heima fyrir og í bílnum,“ segir Katrín. „Pabbi átti það reyndar til að spila óperuna alveg í botni heima fyrir. Nágrönnunum eflaust til mikils ama,“ segir Katrín og hlær. Í fyrstu bjó fjölskyldan að Austurvegi 36 en síðar í Heiðmörk. „Það varð mér mikið áfall að flytja frá Austurvegi í Heiðmörk. Ég man eftir miklum söknuði eftir gamla heimilinu okkar. Á þessum árum var maður meira og minna úti að leika frá morgni til kvölds. Ég var mjög ánægt barn og vinamörg. Heimilið okkar var mjög fallegt. Pabbi var þokkalega strangur eins og algengt var á þessum tíma, þannig að maður ólst upp við það að þurfa að hlýða. En ég get ekki séð að það hafi skaðað mann neitt,“ segir Katrín. „Mamma og við systurnar vorum alltaf mjög fínar. Því að amma Georgína klæðskerasaumaði á okkur öll föt. Ég man eitt sinn sem mamma bannaði mér að fara að hjóla því ég var í svo fínum flauelsbuxum. En auðvitað stalst ég á hjólið, festi buxurnar í keðjunni og endaði með að þora ekki heim.“ Úr varð að Stefán bróðir hennar kom henni til bjargar þegar myrkur var skollið á. Leysti buxurnar úr keðjunni og talaði í Katrínu nægilegt hugrekki til að þora aftur heim. Aðrar minningar Katrínar hreyfa eflaust við ýmsum Selfyssingum sem ólust þar upp á svipuðum tíma. Til dæmis þegar hún rifjar upp stóru körin á Austurvegi þar sem þau bjuggu og konur komu til að þvo þvott í. Eða hænurnar sem hægt var að elta uppi eða kíkja á við Austurveginn. Katrín, eða Katra eins og hún er kölluð af mörgum, segir æskuna framan af hafa einkennst af gleði og hamingju. Fjölskyldan hafi verið afar samrýmd, heimilið var fallegt og margar skemmtilegar minningar að minnast. Allt þar til einn daginn þegar skólastjórinn tilkynnti henni í miðjum tíma að hún þyrfti að koma fram og í kjölfarið var hún keyrð heim af honum og prestinum. Enginn sagði orð í bílnum.Vísir/Vilhelm Þegar heimurinn breyttist og varð aldrei samur aftur Samhliða því að kenna var Gísli ritstjóri Þjóðólfs sem fól í sér regluleg fundarhöld með blaðamönnum og þingmönnum Framsóknarflokksins á svæðinu. Þá keypti Gísli í samvinnu við aðra offsetprentvél sem nýttist fyrir ýmiss prentverk, þar á meðal útgáfu á fyrstu sjónvarpsdagskránni á Íslandi. Sem ljósmóðir starfaði Gína hjá Heilsuverndarstöðinni og ferðaðist oft um nágrennið í barnaeftirlit. Þegar Nýi Hjúkrunarskólinn í Reykjavík var stofnaður, opnaðist tækifæri fyrir ljósmæður að sækja nám ef þær vildu auka á menntun sína. Gína hóf nám við skólann til að verða hjúkrunarfræðingur. Þann 27.september árið 1977 breyttist hins vegar heimurinn. Þetta var mánudagur og lýsir Katrín upphafið á deginum með eftirfarandi hætti: „Mamma hafði lagt af stað snemma um morguninn til Reykjavíkur en hún keyrði oft á milli á Landroverjeppa eða gisti í bænum. Pabbi vakti okkur í skólann um klukkan sjö og á sama tíma og við vorum öll að gera okkur klár var pabbi að hlusta á fréttirnar. Í huganum er ég alltaf með litla flassmynd af svipnum á pabba þegar hann heyrði það sagt í útvarpinu að á Hellisheiði væri mikil hálka. Þá kom aðeins á hann. Svona eins og áhyggjusvipur.“ Systkinin og Gísli fóru í skólann. Krakkarnir í tíma og frímínútur en Gísli að kenna. „Það var rosalega gaman í frímínútunum þennan morgunn. Ég man það. En mér fannst það rosalega vandræðalegt þegar skólastjórinn kom allt í einu í miðjan tíma og tilkynnti að ég ætti að fara með honum,“ segir Katrín og skýrir út að þessi minning sé svo lýsandi fyrir því hvað börn eru saklaus og grandalaus. Með skólastjóranum fór Katrín út í bíl og var keyrð heim af honum og prestinum. Það sagði enginn neitt í bílnum. Ekki eitt einasta orð. Þegar að ég kem heim er það fyrsta sem ég heyri nístandi öskur og vein í Christine litlu systur. Pabbi kemur síðan gangandi á móti mér og segir: Mamma þín er dáin. Hún lenti í slysi.“ Gína lést í bílslysi á Hellisheiði þann 27.september árið 1977. Gísli stóð þá uppi einn með fjögur börn og hreinlega frávita af sorg að sögn Katrínar. Systurnar töluðu um það síðar að í raun hefði þeim fundist þær missa báða foreldra sína þennan dag og viðurkenndi Gísli það síðar að honum hefði fundist hann sjálfur deyja þennan dag. „Ég dó sjálfur þennan dag“ Með sanni má segja að heimurinn hafi breyst og aldrei orðið samur hjá fjölskyldunni eftir þennan örlagaríka dag. Þegar Gína lendir í bílslysi í hálkunni á Hellisheiði með þeim afleiðingum að hún lést. „Allt í einu stóð pabbi uppi einn með fjögur börn og sjálfur í mikilli sorg. Þetta er á þeim tíma sem enginn vissi neitt um áfallahjálp eða neitt og mér finnst hreinlega næstu dagar hafa verið eins og í þoku. Þar sem við vorum bara öll inni í sitthvoru herberginu okkar. Þetta var allt svo óraunverulegt,“ segir Katrín. Og það er ljóst að upprifjunin tekur enn á. Minningin um móðurmissinn er enn sár. Þótt nú þegar séu liðnir áratugir. „Við fórum aftur í skólann eftir jarðaförina og þar var líka allt breytt. Því krakkarnir vissu auðvitað ekkert hvað þau ættu að segja og ég man þá tilfinningu að hafa gert mér grein fyrir því að þau þorðu eiginlega ekki að tala við mig. Enda þekkti enginn sorgina, við vorum bara börn.“ Sjálf tók Katrín sorgina út með reiði. „Ég umbreyttist. Hafði kannski alltaf verið smá reglubrjótur í mér en tímabilið sem tók við braut ég allar reglur sem hægt var að brjóta. Ég byrjaði að drekka og djamma allar helgar. Hlýddi engu. Ég var alltaf reið og reif kjaft. Pabbi réði ekkert við mig og auðvitað var það ekki fyrr en löngu síðar sem ég skildi að þessi reiði skýrðist af því að ég náði ekki að díla við sorgina sem fólst í því að missa mömmu.“ En það var meira sem olli vanlíðan Katrínar. „Málið er að manni hafði alltaf verið sagt að ef manni dreymdi eitthvað slæmt, þá ætti maður að segja frá því. Og mig hafði dreymt þannig draum. Ég hugsaði því oft með mér: Hvers vegna sagði ég ekki frá? Ef ég hefði gert það, væri mamma enn á lífi,“ segir Katrín og ljóst er að enn eimir á þessu barnslega samviskubiti. Sem þó endurspeglar ekkert annað en þegar barn leggur saman tvo og tvo og fær út sjö. Katrín segir heimilið líka hafa breyst mikið í kjölfarið. „Málið er að þótt þetta hafi verið á þessum tíma var heimilishaldið okkar þannig að pabbi var alveg jafn virkur og mamma. Þau unnu bæði úti og ef pabbi kom heim á undan mömmu þá eldaði hann og öfugt. Þau sáu því til jafns um heimilið okkar. Þar sem allt var í röð og reglu og allt mjög fínt. En þarna er hann sjálfur svo lamaður af sorg, búin að missa stóru ástina í sínu lífi. Og svolítið lokaði sig af. Dró sig inn í skel ef svo má að orði komast.“ Myndir þú segja að lýsingin frávita af sorg ætti við um pabba þinn á þessum tíma? Já algjörlega. Því pabbi var svo sannarlega frávita af sorg. Mamma var stóra ástin í hans lífi. Konan sem hann varð svo hrifinn af að hann hreinlega gekk upp að henni og kyssti þegar hann sá hana fyrst á bar. Þetta var ást við fyrstu sýn. Í orðsins fyllstu merkingu. Á svipstundu er ástin hans horfin. Farin fyrir fullt og allt. Enda sagði pabbi við mig seinna orðrétt: Ég dó sjálfur þennan dag.“ Í kjölfar þess að missa móðir sína umbreyttist Katrín og tók út sorgina sem reiður uppreisnarunglingur. Sem fór að djamma og djúsa og braut allar þær reglur sem unglingur gat brotið. Margt átti eftir að gerast enn í lífi Katrínar: Ástir og sigrar, velgengni og list. En einnig áföll og sorgir en Katrín missti dóttur sína í mars árið 2020 og hálf bróðir sinn árið 2016. Síðari hluti sögunnar verður birtur á annan í jólum klukkan 8 á Vísi. Erfitt fjölskyldulíf Þegar móðir Katrínar lést var Katrín að verða 15 ára, Sísí systir hennar 14 ára, yngsta systirin Christine 12 ára og Stefán hálfbróðir þeirra 19 ára. Gísli faðir þeirra var 48 ára. Katrín lýsir sjálfri sér sem reiðum uppreisnarunglingi næstu mánuði á eftir. Þar sem allt gekk út á að djamma og djúsa. Helgi eftir helgi. Rífa kjaft. Brjóta reglur. „Ég var pabba erfið. Ég var svo reið. Hvers vegna kom þetta fyrir mig og okkur? Hvers vegna var það mamma mín sem þurfti að deyja?“ Um tveimur árum eftir að Gína lést tók Gísli saman við aðra konu, Ingu Rögnu Holdö. Fyrir átti Inga soninn Guðmund og dæturnar Dagný og Mörtu. Svo skemmtilega vildi til að Dagný og Christine voru þá þegar góðar vinkonur. „Þetta byrjaði allt saman mjög vel. Fjölskyldumynstrið var auðvitað allt annað en við höfðum áður þekkt. En það var margt mjög gott í byrjun.“ Fljótlega fóru þó brestir að sýna sig. „Smátt og smátt fór Inga að leita meira í áfengið. Drakk oftar, meira og illa. Heimilislífið varð erfitt. Þar var oft mikið drama. Eins og fylgir þegar þar er einhver sem er mjög veikur alkóhólisti. Sem Inga auðvitað var.“ Á svipuðum tíma eignast Katrín kærasta, Jón Guðmund Jóhannsson, sem síðar varð barnsfaðir hennar og sambýlismaður. „Ég fór að vera mikið heima hjá Nonna. Sem var mjög gott því ég vildi sem minnst vera heima,“ segir Katrín og bætir við: „Við systurnar höfum oft talað um það að þegar að mamma dó, fannst okkur við í raun missa báða foreldra okkar. Því pabbi var enn ekkert samur við sig þegar þetta ástand var orðið. Okkur fannst hann alltaf draga sig meira og meira inn í skel.“ Inga og Gísli voru um tíma með umboð fyrir snyrtivörur og því fylgdu ýmiss verkefni. Katrín segir því tímabilið alls ekki aðeins einkennast af einhverjum erfiðleikum eða drama. En eins og oft fylgir mikilli drykkju þá urðu dagarnir þannig að maður vissi aldrei hvort andrúmsloftið yrði gott eða vont.“ Síðari hluti fjölskyldusögu Katrínar Gísladóttur verður birtur klukkan 08 í fyrramálið á Vísi. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Konu sem nú rétt stendur á sextugu en á sér svo magnaða lífssögu að á stundum tekur maður andköf. Yfir fegurð ástarinnar eða sársauka sorgarinnar. Því í sögu Katrínar, eða Kötru eins og hún er oft kölluð, skiptast á skin og skúrir eins og gengur og gerist í lífinu. Þó þannig að á köflum nístir sársaukinn inn að beini. Ég hljóp út á ströndina og að sjónum. Horfði inn í myrkrið og út á haf og öskraði úr mér lungun. Hjartað í mér brast. Sársaukinn var óbærilegur. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna. Eflaust í um þrjú korter. Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum. Og grét.“ Katrín, 2. mars árið 2020 í kjölfar símtals þar sem henni var tilkynnt að dóttir hennar væri látin. Ævisaga Vísis þessi jól segir fjölskyldusögu sem hefst með einum kossi á litlum bar í Austurríki. Gísli ólst upp í Vestmannaeyjum en árið 1959 var hann í efnafræðinámi í Vín í Austuríki þegar hann sér Gerorgine Sedlacek, alltaf kölluð Gína. Þetta var ást við fyrstu sýn, enda gekk Gísli strax að Gínu og kyssti hana. Ástin var þó forboðin því Gísli var þá þegar kvæntur annarri konu. Það hjónaband var þó farið að molna. Þegar Gína varð ófrísk af Katrínu, skildi Gísli við fyrri konu sína. Ást við fyrstu sýn Haustið 2020 var gefin út fjölskyldubók. Þar sem saga Gísla Sigurðssonar og Georgínu Sedlacek og barna þeirra er sögð. Sagan er birt í texta og myndum og samantekin af Gísla og einni af dætrum hans, Christine Gísladóttur. Í formála bókar segir: „Við reyndum að setja í þessa bók allt sem við gátum fundið og munað áður en það týnist út í tómið með von um að vekja forvitni ykkar sem á eftir koma.“ Bókin er hin veglegasta og hana prýðir mikið safn mynda og afrit af skjölum og bréfum. Í bókinni er ættarsagan rakin aftur til langafa og langömmu fjölskyldna Kötru og systra hennar, en saman eignuðust Gísli og Gína eins og Georgína var alltaf kölluð, þrjár dætur: Katrín sem fæddist árið 1962, Sigríður Georgína (Sísí) fædd árið 1963 og Christine sem fæddist árið 1965. Fyrir átti Gína soninn Stefán sem fæddist árið 1958. Saga Gísla og Gínu er afar falleg ástarsaga. Þótt ástin hafi verið forboðin í fyrstu. Því þegar Gísli sá Gínu fyrst, var hann sjálfur giftur annarri konu. Til að rekja stuttlega sögu Gísla þá fæddist Gísli í Vestmannaeyjum árið 1931. Í Vestmannaeyjum gekk hann í barnaskóla og gagnfræðiskóla en þegar hann var sextán ára fluttu foreldrar hans til Danmerkur því föður hans hafði verið gert að hætta störfum sínum hjá Íslandsbanka í Eyjum af „pólitískum ástæðum.“ Í kjölfarið fékk hann starf hjá dönskum banka í Kaupmannahöfn. Fjölskyldan flutti þó aftur heim um haustið og hafði Gísli þá þegar ferðast víða um á Norðurlöndum. Gísli fór í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent árið 1954. Þá þegar hafði hann kynnst ungri stúlku, Ernu Kristinsdóttur, sem hann síðar giftist. Ungu hjónin fluttu til Austurríkis þar sem Gísli hóf nám í efnafræði í Vín. Árið 1959 var hins vegar örlagaár Gísla. „Kom nú að þeirri stundu í lífi hans, sem breytti öllu. Hjónaband hans og Ernu var farið að molna og hann kynntist hinni yndisfögru Georgine Sedlacek, kölluð Gína. Fara þau að hittast á laun og lýkur því með að hún verður þunguð í ársbyrjun 1962. Þar með verður skilnaður milli hans og Ernu,“ segir í fjölskyldubókinni fögru. En áður en lengra skal haldið, skulum við heyra aðeins um fjölskyldu Gínu. Gína var fædd árið 1935 og er hér með Katrínu í fanginu. Fjölskyldusaga Gínu er mjög gott dæmi um hversu mikil áhrif fyrri heimsstyrjöldin og sú síðari hafði á fjölskyldur í Evrópu. Fólks sem þó telst nærri okkur í tíma. Afi Gínu barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og varð öryrki í kjölfarið. Faðir Gínu barðist í síðari heimsstyrjöldinni og á laun í andspyrnuhreyfingunni. Faðir Gínu var handtekinn af Rússum árið 1944 og lést í fangabúðum í Lenigrad stuttu síðar. Ástir og áföll á stríðstímum Eflaust gerum við Íslendingar okkur ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif heimstyrjaldirnar, fyrri og hin síðari, höfðu á fjölskyldusögur fólks í Evrópu sem þó stendur nærri okkur í tíma. Því Gína fæddist árið 1935 og var því af kynslóð sem mörg okkar þekkja sem kynslóð foreldra okkar eða ömmu okkar og afa. Faðir Gínu, Stefan Sedlacek, fæddist í Tékklandi en fluttist ungur til Vínar. Faðir Stefans barðist í fyrri heimstyrjöldinni og varð í kjölfarið öryrki. Sem þó starfaði sem sporvagnstjóri í Vín. Þegar Gína fæðist var heimurinn í erfiðri stöðu. Enn stutt liðið frá erfiðum kreppuárum og stutt í að heimsstyrjöldin síðari skylli á. Varð heimsstyrjöldin til þess að foreldrar Gínu tóku ákvörðun um að eignast ekki fleiri börn í bili, enda útlitið ekki bjart. Enda segir meðal annars í umræddri fjölskyldubók: „Á seinni árum stríðsins þá var hungursneyð í Wien og fólk dó í umvörpum af hungri og sjúkdómum.“ Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á með öllum sínum þunga var Stefan kallaður í herinn eins og aðrir ungir menn. Stefan starfaði þó líka á laun í andspyrnuhreyfingunni. Árið 1944 var Stefan handtekinn af Rússum. Hann lést stuttu síðar í fangabúðum í Lenigrad. Síðasta bréfið sem Stefan ritaði til Georgínu móður Gínu, skrifaði Stefan í flýti á seðil þegar hann var enn á vígstöðvum. Bréfið er svohljóðandi: Döllusheim, apríl 1944. Elsku Gínerf. Nú er komið að brottför okkar, hvert við munum fara veit ég ekki. Ástin mín ég mun verða hjá þér og lilu Gínu í huganum. Ég hefði svo gjarnan vilja sjá ykkur einu sinni enn. Ég vona að við munum vera hér þar sem við erum núna sem lengst. Farið vel með ykkur. Þúsund kossar Stefan. Georgína heyrði aldrei framar frá honum og stóð nú uppi sem einstæð móðir. Gísli og Gína fluttu á Selfoss þar sem Gísli fór að kenna en Gína starfaði sem ljósmóðir. Þau eignuðust dæturnar Katrínu sem fæddist árið 1962, Sigríður Georgína (Sísí) fædd árið 1963 og Christine sem fæddist árið 1965 . Fyrir átti Gína soninn Stefán sem fæddist árið 1958. Þegar myndin er tekin af Gínu með börnin er Christine ekki fædd. Á Selfoss Víkur nú aftur sögunni að unga parinu Gísla og Gínu. Gísli vatt sínu kvæði í kross í Vín, hætti í efnafræðinámi en lauk uppeldisfræði þess í stað með það að leiðarljósi að verða kennari í framtíðinni. Skömmu áður en elsta dóttirin, Katrín, fæddist, giftu þau sig hjá borgardómara í Vín. Eftir nám fluttu þau til Íslands þar sem Gísli fékk kennslustarf við gagnfræðaskólann á Selfossi. Gína var ljósmóðir og tók nú við afar hamingjusamt tímabil. Þar sem ástin blómstraði samhliða því að hver dóttirin fæddist af annarri. „Ég man ekkert mikið frá æskuárunum en man þó að æskan einkenndist af mikilli gleði og hamingju. Við vorum mjög samheldin fjölskylda og gerðum margt saman. Bíltúrarnir voru margir á Eyrabakka og Stokkseyri og eins man ég eftir skemmtilegri ferð á Þingvelli. Oft vorum við systurnar með leikrit heima sem mamma og pabbi þurftu þá að horfa á og í fjölskyldunni var mikið sungið, heima fyrir og í bílnum,“ segir Katrín. „Pabbi átti það reyndar til að spila óperuna alveg í botni heima fyrir. Nágrönnunum eflaust til mikils ama,“ segir Katrín og hlær. Í fyrstu bjó fjölskyldan að Austurvegi 36 en síðar í Heiðmörk. „Það varð mér mikið áfall að flytja frá Austurvegi í Heiðmörk. Ég man eftir miklum söknuði eftir gamla heimilinu okkar. Á þessum árum var maður meira og minna úti að leika frá morgni til kvölds. Ég var mjög ánægt barn og vinamörg. Heimilið okkar var mjög fallegt. Pabbi var þokkalega strangur eins og algengt var á þessum tíma, þannig að maður ólst upp við það að þurfa að hlýða. En ég get ekki séð að það hafi skaðað mann neitt,“ segir Katrín. „Mamma og við systurnar vorum alltaf mjög fínar. Því að amma Georgína klæðskerasaumaði á okkur öll föt. Ég man eitt sinn sem mamma bannaði mér að fara að hjóla því ég var í svo fínum flauelsbuxum. En auðvitað stalst ég á hjólið, festi buxurnar í keðjunni og endaði með að þora ekki heim.“ Úr varð að Stefán bróðir hennar kom henni til bjargar þegar myrkur var skollið á. Leysti buxurnar úr keðjunni og talaði í Katrínu nægilegt hugrekki til að þora aftur heim. Aðrar minningar Katrínar hreyfa eflaust við ýmsum Selfyssingum sem ólust þar upp á svipuðum tíma. Til dæmis þegar hún rifjar upp stóru körin á Austurvegi þar sem þau bjuggu og konur komu til að þvo þvott í. Eða hænurnar sem hægt var að elta uppi eða kíkja á við Austurveginn. Katrín, eða Katra eins og hún er kölluð af mörgum, segir æskuna framan af hafa einkennst af gleði og hamingju. Fjölskyldan hafi verið afar samrýmd, heimilið var fallegt og margar skemmtilegar minningar að minnast. Allt þar til einn daginn þegar skólastjórinn tilkynnti henni í miðjum tíma að hún þyrfti að koma fram og í kjölfarið var hún keyrð heim af honum og prestinum. Enginn sagði orð í bílnum.Vísir/Vilhelm Þegar heimurinn breyttist og varð aldrei samur aftur Samhliða því að kenna var Gísli ritstjóri Þjóðólfs sem fól í sér regluleg fundarhöld með blaðamönnum og þingmönnum Framsóknarflokksins á svæðinu. Þá keypti Gísli í samvinnu við aðra offsetprentvél sem nýttist fyrir ýmiss prentverk, þar á meðal útgáfu á fyrstu sjónvarpsdagskránni á Íslandi. Sem ljósmóðir starfaði Gína hjá Heilsuverndarstöðinni og ferðaðist oft um nágrennið í barnaeftirlit. Þegar Nýi Hjúkrunarskólinn í Reykjavík var stofnaður, opnaðist tækifæri fyrir ljósmæður að sækja nám ef þær vildu auka á menntun sína. Gína hóf nám við skólann til að verða hjúkrunarfræðingur. Þann 27.september árið 1977 breyttist hins vegar heimurinn. Þetta var mánudagur og lýsir Katrín upphafið á deginum með eftirfarandi hætti: „Mamma hafði lagt af stað snemma um morguninn til Reykjavíkur en hún keyrði oft á milli á Landroverjeppa eða gisti í bænum. Pabbi vakti okkur í skólann um klukkan sjö og á sama tíma og við vorum öll að gera okkur klár var pabbi að hlusta á fréttirnar. Í huganum er ég alltaf með litla flassmynd af svipnum á pabba þegar hann heyrði það sagt í útvarpinu að á Hellisheiði væri mikil hálka. Þá kom aðeins á hann. Svona eins og áhyggjusvipur.“ Systkinin og Gísli fóru í skólann. Krakkarnir í tíma og frímínútur en Gísli að kenna. „Það var rosalega gaman í frímínútunum þennan morgunn. Ég man það. En mér fannst það rosalega vandræðalegt þegar skólastjórinn kom allt í einu í miðjan tíma og tilkynnti að ég ætti að fara með honum,“ segir Katrín og skýrir út að þessi minning sé svo lýsandi fyrir því hvað börn eru saklaus og grandalaus. Með skólastjóranum fór Katrín út í bíl og var keyrð heim af honum og prestinum. Það sagði enginn neitt í bílnum. Ekki eitt einasta orð. Þegar að ég kem heim er það fyrsta sem ég heyri nístandi öskur og vein í Christine litlu systur. Pabbi kemur síðan gangandi á móti mér og segir: Mamma þín er dáin. Hún lenti í slysi.“ Gína lést í bílslysi á Hellisheiði þann 27.september árið 1977. Gísli stóð þá uppi einn með fjögur börn og hreinlega frávita af sorg að sögn Katrínar. Systurnar töluðu um það síðar að í raun hefði þeim fundist þær missa báða foreldra sína þennan dag og viðurkenndi Gísli það síðar að honum hefði fundist hann sjálfur deyja þennan dag. „Ég dó sjálfur þennan dag“ Með sanni má segja að heimurinn hafi breyst og aldrei orðið samur hjá fjölskyldunni eftir þennan örlagaríka dag. Þegar Gína lendir í bílslysi í hálkunni á Hellisheiði með þeim afleiðingum að hún lést. „Allt í einu stóð pabbi uppi einn með fjögur börn og sjálfur í mikilli sorg. Þetta er á þeim tíma sem enginn vissi neitt um áfallahjálp eða neitt og mér finnst hreinlega næstu dagar hafa verið eins og í þoku. Þar sem við vorum bara öll inni í sitthvoru herberginu okkar. Þetta var allt svo óraunverulegt,“ segir Katrín. Og það er ljóst að upprifjunin tekur enn á. Minningin um móðurmissinn er enn sár. Þótt nú þegar séu liðnir áratugir. „Við fórum aftur í skólann eftir jarðaförina og þar var líka allt breytt. Því krakkarnir vissu auðvitað ekkert hvað þau ættu að segja og ég man þá tilfinningu að hafa gert mér grein fyrir því að þau þorðu eiginlega ekki að tala við mig. Enda þekkti enginn sorgina, við vorum bara börn.“ Sjálf tók Katrín sorgina út með reiði. „Ég umbreyttist. Hafði kannski alltaf verið smá reglubrjótur í mér en tímabilið sem tók við braut ég allar reglur sem hægt var að brjóta. Ég byrjaði að drekka og djamma allar helgar. Hlýddi engu. Ég var alltaf reið og reif kjaft. Pabbi réði ekkert við mig og auðvitað var það ekki fyrr en löngu síðar sem ég skildi að þessi reiði skýrðist af því að ég náði ekki að díla við sorgina sem fólst í því að missa mömmu.“ En það var meira sem olli vanlíðan Katrínar. „Málið er að manni hafði alltaf verið sagt að ef manni dreymdi eitthvað slæmt, þá ætti maður að segja frá því. Og mig hafði dreymt þannig draum. Ég hugsaði því oft með mér: Hvers vegna sagði ég ekki frá? Ef ég hefði gert það, væri mamma enn á lífi,“ segir Katrín og ljóst er að enn eimir á þessu barnslega samviskubiti. Sem þó endurspeglar ekkert annað en þegar barn leggur saman tvo og tvo og fær út sjö. Katrín segir heimilið líka hafa breyst mikið í kjölfarið. „Málið er að þótt þetta hafi verið á þessum tíma var heimilishaldið okkar þannig að pabbi var alveg jafn virkur og mamma. Þau unnu bæði úti og ef pabbi kom heim á undan mömmu þá eldaði hann og öfugt. Þau sáu því til jafns um heimilið okkar. Þar sem allt var í röð og reglu og allt mjög fínt. En þarna er hann sjálfur svo lamaður af sorg, búin að missa stóru ástina í sínu lífi. Og svolítið lokaði sig af. Dró sig inn í skel ef svo má að orði komast.“ Myndir þú segja að lýsingin frávita af sorg ætti við um pabba þinn á þessum tíma? Já algjörlega. Því pabbi var svo sannarlega frávita af sorg. Mamma var stóra ástin í hans lífi. Konan sem hann varð svo hrifinn af að hann hreinlega gekk upp að henni og kyssti þegar hann sá hana fyrst á bar. Þetta var ást við fyrstu sýn. Í orðsins fyllstu merkingu. Á svipstundu er ástin hans horfin. Farin fyrir fullt og allt. Enda sagði pabbi við mig seinna orðrétt: Ég dó sjálfur þennan dag.“ Í kjölfar þess að missa móðir sína umbreyttist Katrín og tók út sorgina sem reiður uppreisnarunglingur. Sem fór að djamma og djúsa og braut allar þær reglur sem unglingur gat brotið. Margt átti eftir að gerast enn í lífi Katrínar: Ástir og sigrar, velgengni og list. En einnig áföll og sorgir en Katrín missti dóttur sína í mars árið 2020 og hálf bróðir sinn árið 2016. Síðari hluti sögunnar verður birtur á annan í jólum klukkan 8 á Vísi. Erfitt fjölskyldulíf Þegar móðir Katrínar lést var Katrín að verða 15 ára, Sísí systir hennar 14 ára, yngsta systirin Christine 12 ára og Stefán hálfbróðir þeirra 19 ára. Gísli faðir þeirra var 48 ára. Katrín lýsir sjálfri sér sem reiðum uppreisnarunglingi næstu mánuði á eftir. Þar sem allt gekk út á að djamma og djúsa. Helgi eftir helgi. Rífa kjaft. Brjóta reglur. „Ég var pabba erfið. Ég var svo reið. Hvers vegna kom þetta fyrir mig og okkur? Hvers vegna var það mamma mín sem þurfti að deyja?“ Um tveimur árum eftir að Gína lést tók Gísli saman við aðra konu, Ingu Rögnu Holdö. Fyrir átti Inga soninn Guðmund og dæturnar Dagný og Mörtu. Svo skemmtilega vildi til að Dagný og Christine voru þá þegar góðar vinkonur. „Þetta byrjaði allt saman mjög vel. Fjölskyldumynstrið var auðvitað allt annað en við höfðum áður þekkt. En það var margt mjög gott í byrjun.“ Fljótlega fóru þó brestir að sýna sig. „Smátt og smátt fór Inga að leita meira í áfengið. Drakk oftar, meira og illa. Heimilislífið varð erfitt. Þar var oft mikið drama. Eins og fylgir þegar þar er einhver sem er mjög veikur alkóhólisti. Sem Inga auðvitað var.“ Á svipuðum tíma eignast Katrín kærasta, Jón Guðmund Jóhannsson, sem síðar varð barnsfaðir hennar og sambýlismaður. „Ég fór að vera mikið heima hjá Nonna. Sem var mjög gott því ég vildi sem minnst vera heima,“ segir Katrín og bætir við: „Við systurnar höfum oft talað um það að þegar að mamma dó, fannst okkur við í raun missa báða foreldra okkar. Því pabbi var enn ekkert samur við sig þegar þetta ástand var orðið. Okkur fannst hann alltaf draga sig meira og meira inn í skel.“ Inga og Gísli voru um tíma með umboð fyrir snyrtivörur og því fylgdu ýmiss verkefni. Katrín segir því tímabilið alls ekki aðeins einkennast af einhverjum erfiðleikum eða drama. En eins og oft fylgir mikilli drykkju þá urðu dagarnir þannig að maður vissi aldrei hvort andrúmsloftið yrði gott eða vont.“ Síðari hluti fjölskyldusögu Katrínar Gísladóttur verður birtur klukkan 08 í fyrramálið á Vísi.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01