Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 10:50 Frost hefur verið í Reykjavík samfellt frá 7. desember og um liðna helgi tók snjó að kyngja niður. Vísir/Vilhelm Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54