Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni á svæðinu og vondum akstursskilyrðum. Um er að ræða einu gulu veðurviðvörunina sem er í gildi á landinu.
Í ábendingum frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að hvasst verði og hríðarbylur sunnan undir Vatnajökli.
Þegar kemur fram á morgundaginn eru horfur á blindhríð austan Öræfa, allt austur á Hérað. Búast má við norðaustanátt, þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum er vaxandi hríð og blinda.