„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 11:47 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000.
Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54