„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 11:47 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000.
Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54