„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 11:47 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000.
Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54