Örbirgð í auðugu landi Inga Sæland skrifar 29. desember 2022 14:02 Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar