Trommari Modest Mouse látinn eftir glímu við krabbamein Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 09:23 Jeremiah Green á sviði með Modest Mouse í Kaliforníu í maí í fyrra. Vísir/EPA Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést. Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023 Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira