Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:29 Bónorðið til Öldu var útpælt. Instagram „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“ Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“
Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira