Lífið

Launa­hæsti for­stjóri landsins fann ástina hjá Krist­rúnu

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Árni Oddur og Kristrún Auður eru nýtt par.
Árni Oddur og Kristrún Auður eru nýtt par. Samsett

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum, eru á meðal þúsunda Íslendinga sem hafa notið lífsins í sólinni á Tenerife í kringum áramótin og ástarinnar.

Árni Oddur hefur verið forstjóri Marels frá árinu 2013. Óhætt er að segja að Marel hafi vegnað vel undanfarin ár og ekki síður Árna persónulega. Hann er árlega í toppbaráttunni á lista yfir launahæstu forstjóra landsins. 

Kristrún er tölv­un­ar­fræðing­ur með meist­ara­gráðu í upp­lýs­inga­kerf­um og MBA frá Bost­on Uni­versity. Kristrún var bú­sett í Hollandi um árabil þar sem hún sinnti ráðgjafa­verk­efn­um í upp­lýs­inga­tækni. Áður starfaði Kristrún á skrif­stofu banka­stjóra Íslands­banka, leiddi viðskiptaþróun hjá VÍB, eign­a­stýr­ingu Íslands­banka og starfaði hjá Citigroup Wealth Mana­gement í New York og London.

Árni Oddur og Eyrún Lind Magnúsdóttir skildu fyrr á árinu. Þau bjuggu áður í glæsilegu húsi við Sólvallagötu en Eyrún Lind festi kaup á einbýlishúsi við Ásvallagötu á árinu fyrir 336 milljónir króna.

Árni Oddur og Kristrún Auður eiga bæði börn úr fyrri samböndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×