Lífið

Gunnhildur Yrsa gengin í hnapphelduna

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Gunnhildur og Erin hafa verið par í rúm fjögur ár.
Gunnhildur og Erin hafa verið par í rúm fjögur ár. Instagram

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu gekk að eiga unnustu sína, kanadíska landsliðsmarkvörðinn Erin McLeod, á nýársdag.

Gunnhildur greinir frá þessum gleðitíðindum í færslu á Instagram og segir að hún „hafi ekki getað beðið um betri byrjun á þessu ári.“

Gunnhildur og Erin hafa verið par í rúm fjögur ár. Gunnhildur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í fótbolta um langt árabil. Hún hefur leikið í bandarísku NWSL-deildinni frá árinu 2018. 

Hún gekk til liðs við Utah Royals árið 2018 en skipti svo yfir til Orlando Pride árið 2020 þar sem Erin leikur. Báðar hafa þær leikið yfir áttatíu landsleiki fyrir þjóð sína, Gunnhildur 80 leiki fyrir Ísland og Erin 118 landsleiki fyrir Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×