Hreinlæti besta vopnið gegn kakkalökkum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. janúar 2023 13:32 Kakkalakkar halda sig oft á bakvið eldhúsinnréttingar þar sem er dimmt og hlýtt. Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. Fæstum þykir tilhugsunin um skríðandi skordýr bakvið eldhússkápana vera sérlega spennandi en meindýraeyðar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að sjá kakkalakka í meira mæli undanfarið en áður hefur tíðkast. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur, segir nokkrar tegundir kakkalakka lengi hafa lifað hér á landi. „Það eru að minnsta kosti þrjár eða fjórar tegundir sem eru búnar að vera landlægar núna í að minnsta kosti 80 ár.“ Kakkalakkar berast hingað til lands með innflutningi á vörum. „Þeir berast með varningi til landsins, þetta er það stórt dýr og þeir eru ekki góð flugdýr svo þeir berast ekki sjálfir, þeir geta ekki flogið milli landa. Þeir geta flogið samt.“ Kakkalakkar kunna ekki vel við sig í kulda og halda sig þar sem er hlýtt allan sólarhringinn. „Þeir fundust lengi sko eins og annars staðar í Evrópu á stöðum þar sem var alltaf hlýtt í upphafi tuttugustu aldarinnar eins og í bakaríum og á svoleiðis stöðum. En svo með venjulegri húshitun þá koma þeir upp í húsum og sumar tegundir eru dreifðar um allt land. Eru í þéttbýli víða.“ Hvað getur fólk gert til þess að forðast það að finna þessi dýr heima hjá sér? „Það er bara almennur þrifnaður. það þarf þess vegna að ryksuga kannski eldhússkúffur öðru hvoru þar sem eru matvæli, loka matvælum í krukkum eða í geymslum þar sem eru lok og skordýr komast ekki í.“ Skordýr Dýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fæstum þykir tilhugsunin um skríðandi skordýr bakvið eldhússkápana vera sérlega spennandi en meindýraeyðar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að sjá kakkalakka í meira mæli undanfarið en áður hefur tíðkast. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur, segir nokkrar tegundir kakkalakka lengi hafa lifað hér á landi. „Það eru að minnsta kosti þrjár eða fjórar tegundir sem eru búnar að vera landlægar núna í að minnsta kosti 80 ár.“ Kakkalakkar berast hingað til lands með innflutningi á vörum. „Þeir berast með varningi til landsins, þetta er það stórt dýr og þeir eru ekki góð flugdýr svo þeir berast ekki sjálfir, þeir geta ekki flogið milli landa. Þeir geta flogið samt.“ Kakkalakkar kunna ekki vel við sig í kulda og halda sig þar sem er hlýtt allan sólarhringinn. „Þeir fundust lengi sko eins og annars staðar í Evrópu á stöðum þar sem var alltaf hlýtt í upphafi tuttugustu aldarinnar eins og í bakaríum og á svoleiðis stöðum. En svo með venjulegri húshitun þá koma þeir upp í húsum og sumar tegundir eru dreifðar um allt land. Eru í þéttbýli víða.“ Hvað getur fólk gert til þess að forðast það að finna þessi dýr heima hjá sér? „Það er bara almennur þrifnaður. það þarf þess vegna að ryksuga kannski eldhússkúffur öðru hvoru þar sem eru matvæli, loka matvælum í krukkum eða í geymslum þar sem eru lok og skordýr komast ekki í.“
Skordýr Dýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira