Guðrún gerir ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra í mars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 06:37 Guðrún er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir að hún muni taka við embætti dómsmálaráðherra í mars næstkomandi. Hún segist ekki gera ráð fyrir að vera sett í annað ráðherraembætti en það. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent