Innrás er orð síðasta árs hjá Árnastofnun Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 19:12 Innrás Rússa í Úkraínu virðist hafa litað málnotkun Íslendinga á árinu sem leið. AP Innrás er orð ársins 2022 hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesendur Rúv völdu þriðju vaktina hins vegar orð ársins. Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu. Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira