Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 21:40 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08