Í ummælum um staðinn skrifar einn ritstjóranna:
„Ljúffengasta humarsúpa sem ég hef nokkurn tíman fengið“
Er þar talað um að gestir geti meira að segja fengið sér áfyllingu á súpuna sér að kostnaðarlausu.
Bryggjan er með 4,5 stjörnur af fimm mögulegum á Tripadvisor og 1.181 notandi hefur þar gefið veitingastaðnum umsögn. Bryggjan er krúttlegur staður staðsettur á bryggjunni í Grindavík.
Umsögn Condé Nast má lesa í heild sinni á Traveler vefnum þeirra en þar er einnig talað um staði í New York, á Grikklandi og víðar.