„Þetta verður erfitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 19:44 Ragnar Þór sendir Sólveigu Önnu og hennar fólki baráttukveðjur en segir ljóst að baráttan verði erfið. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. „Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
„Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu