Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 10:15 Vagnstjórinn er merktur með rauðum hring. Hann er starfsmaður verktakafyrirtækis sem ekur fyrir Strætó. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, segir í samtali við Vísi að málið sé á þeirra borði. Fram kom í gær að starfsmaðurinn á gröfunni hefði verið sendur í ótímabundið leyfi. „Við erum enn þá á fullu að skoða þetta,“ segir Ingibjörg. Þau eigi eftir að ræða nánar við starfsmanninn auk þess sem fram undan sé fundur með Strætó. Á myndskeiðinu, sem er stutt og var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær, virðist sem strætisvagn komist ekki leiðar sinnar vegna gröfu sem sinnir snjómokstri. Nokkrir standa við gröfuna og einn aðili á ýmislegt ósagt við gröfumanninn og lætur hann heyra það. Ingibjörg segir þó ekki liggja fyrir hvort sá sem fékk snjóinn yfir sig sé starfsmaður Strætó eður ei. Þau hafi engu að síður óskað eftir fundi með Strætó. Þá segir hún Óskatak ekki hafa heyrt frá karlmanninum sem fékk snjóinn yfir sig. Uppfært klukkan 10:36 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó staðfestir við fréttastofu að eftir því sem hann komist næst hafi það verið vagnstjóri sem fékk snjóinn yfir sig. Sjálfur sé hann í fríi en fulltrúar Strætó muni funda með Óskataki í dag. Þá muni málið skýrast. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, segir í samtali við Vísi að málið sé á þeirra borði. Fram kom í gær að starfsmaðurinn á gröfunni hefði verið sendur í ótímabundið leyfi. „Við erum enn þá á fullu að skoða þetta,“ segir Ingibjörg. Þau eigi eftir að ræða nánar við starfsmanninn auk þess sem fram undan sé fundur með Strætó. Á myndskeiðinu, sem er stutt og var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær, virðist sem strætisvagn komist ekki leiðar sinnar vegna gröfu sem sinnir snjómokstri. Nokkrir standa við gröfuna og einn aðili á ýmislegt ósagt við gröfumanninn og lætur hann heyra það. Ingibjörg segir þó ekki liggja fyrir hvort sá sem fékk snjóinn yfir sig sé starfsmaður Strætó eður ei. Þau hafi engu að síður óskað eftir fundi með Strætó. Þá segir hún Óskatak ekki hafa heyrt frá karlmanninum sem fékk snjóinn yfir sig. Uppfært klukkan 10:36 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó staðfestir við fréttastofu að eftir því sem hann komist næst hafi það verið vagnstjóri sem fékk snjóinn yfir sig. Sjálfur sé hann í fríi en fulltrúar Strætó muni funda með Óskataki í dag. Þá muni málið skýrast.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00