„Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi segir að fyrirhuguðum framkvæmdum Garðbæinga verði harðlega mótmælt. Vísir Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“ Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“
Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira