Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 08:01 Michael Pollan höfundur How to Change Your Minds á Netflix var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í læknisfræði í Hörpu. Hann telur slík efni geta verið bylting í meðferð við geðsjúkdómum en mikilvægt sé að nálgast viðfangsefnið á faglegan máta og láta vísindin ráða för. Vísir/Arnar Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum. Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Michael Pollan er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hefur um árabil skrifað og gefið út metsölubækur um andlega og líkamlega heilsu og samband manneskjunnar viðmat og ávanabindandi efni. Þá er hann prófessor við Berkeley háskólann þar sem sem hann leiðir þverfaglegt rannsóknarstarf um vísindi og umhverfismál. Bók hans How to Change Your Mind sem fjallar um hugvíkkandi efni og áhrif þeirra varð kveikjan af vinsælli þáttaröð með sama heiti á Netflix sem sýnd var á síðasta ári um efnin sílósibin, MDMA , LSD og Meskalín. Gríðarlega spennandi tímar Pollan var fyrirlesar á ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem lyf sem haldin var í Hörpu í vikunni. Hann telur hugvíkkandi efni fela í sér gríðarlega spennandi tækifæri í meðferð við geðröskunum. „Þegar fólk hugsar til efna eins og LSD eða sílósibin sem unnið er úr svoköllum ofskynjunarsveppum tengir það helst við unglinga í partýum eða sturlunarástands fólks eftir að hafa notað slík efni. Mörgum finnst fjarstæðukennt að þessi efni geti nýst sem lyf við geðsjúkdómum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á slíkum efnum síðustu 20-25 ár hafa hins vegar sýnt fram á afar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að notkun slíkra efna við geðröskunum eins og t.d. þunglyndi, dauðahræðslu og áfallaröskun. En þá er það gert undir handleiðslu fagfólks og í vernduðu umhverfi,“ segir Pollan. Þá hafi rannsóknir og áhugi á hugvíkkandi efnum tekið algjörum stakkaskiptum síðustu misseri. „Þetta eru sögulegir tímar þegar kemur að slíkri nálgun við geðröskunum,“ segir Pollan. Hann segir að sífellt fleiri glími við geðraskanir og því mikil þörf á nýjum úrræðum. „Þessi efni fela í sér mikla möguleika og ég tel nauðsynlegt fyrir meðferðaraðila að kynn sér þessi mál vel. Ég veit að þunglyndi, sjálfsvíg og fíkn eru algeng vandamál hér á landi eins og í Bandaríkjunum og fara vaxandi. Það þarf ný tæki til að fást við þau og þessi hugvíkkandi efni gætu verið til þess fallin,“ segir Pollan. Varar við að farið sé of geyst Hann segir hins vegar mikilvægt að leyfa vísindunum og rannsóknum að ráða ferðinni. „Nixon Bandaríkjaforseti bannaði slík efni á sjöunda áratugnum en þar á undan var blómaskeið þeirra alls ráðandi. Við þurfum að gæta þess nú að fara ekki of geyst. Það er t.d. mikilvægt að fólk sé meðvitað um að ef þessi efni eru misnotuð eða ekki notuð á réttan hátt þá geta þau haft skaðleg áhrif. Þannig að það er afar mikilvægt að við leyfum vísindunum að ráða ferðinni í þetta skiptið. Það er einmitt það sem þessi ráðstefna fjallar um,“ segir Pollan. Pollan leggur áherslu á að það þurfi fyrst og fremst að nálgast þessi efni á faglegan máta. „Sumir eru of upprifnir yfir þessum nýjum lyfjum. Við erum öll að leita af einhverri lausn til að hjálpa fólki og samfélaginu. Það er hins vegar ekki alltaf eins auðvelt og það virðist stundum vera. Það getur orðið bakslag í þessum málum og ég hef vissar áhyggjur af því,“ segir Pollan. Pollan segir ánægjulegt að finna áhugann hér á landi fyrir þessum fræðum. „Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga á þessum fræðum hér á landi. Til að mynda mátti sjá þingmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk á ráðstefnunni. Þetta er upphafið af mikilvægu samtali um þessi mál. Mér finnst forréttindi að fá að vera hluti af því,“ segir Michael Pollan að lokum.
Hugvíkkandi efni Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira