Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 14:07 Óskar Hallgrímsson. Bylgjan Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira