Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 23:05 Sólveig Arnarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir leikkonur segja mjög góða stemningu ríkja í hópnum. Stöð 2 Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá. Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59