„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 17:01 Sigríður Á. Andersen og Auður Jónsdóttir voru gestir í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “ Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “
Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira