Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 15:30 Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er viðmælandi í fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50